• 03/01/2024

Nú er enn eitt árið liðið, janúar mættur með hækkandi sól, og þá er tilvalið að líta um öxl.

Mér finnst yfirleitt nokkuð erfitt að velja myndir fyrir þetta ársyfirlit, en eins og venjulega tókst mér það nú samt. Þarna eru myndir sem ég vissi fyrirfram að ég hreinlega yrði að hafa með – og aðrar sem ég mundi varla eftir að hafa tekið.

Á nýliðnu ári fór ég að fikta mig áfram með gervigreind, eins og svo margir aðrir, og nýtti mér hana m.a. þegar ég var að vinna myndir sem ég tók á Midgard ráðstefnunni í Laugardalshöll í haust. Notkun gervigreindar í ljósmyndun er vægast sagt umdeild, en ég held að hún verði ekki umflúin, sama hvað hverjum finnst.

En hvað um það. Ljósmyndaárið 2023 var um margt öðruvísi en mörg fyrri ár – þó hvorki verra né betra í sjálfu sér – og þessar myndir, sem er ýmist af persónulegum toga eða úr verkefnum fyrir mína frábæru viðskiptavini, ná vonandi að gefa ágætis mynd af því.

Takk fyrir allt gamalt og gott – og gangi ykkur allt að sólu á árinu 2024!

Loka