• 01/01/2019

Ég tek ansi margar myndir á hverju ári. Eflaust færri en ýmsir aðrir, en þó það margar að “tugir þúsunda” hentar ágætlega til að lýsa því. Mig hefur því oft langað til að birta í árslok myndir frá árinu – myndir sem mér finnst standa upp úr á einn eða annan hátt. Kannski var verkefnið sérstaklega skemmtilegt, augnablikið óborganlegt, myndin sjálf bara einfaldlega góð. Hver ástæðan er fyrir því að hver mynd stendur upp úr er kannski bara aukaatriði, nokkuð sem hægt er að ræða endalaust. 

Hingað til hef ég verið of seinn að hugsa þetta árlega verkefni og á endanum sleppt því, en loksins núna kom að því. Reyndar var ofurlítil jólapest sem kom í veg fyrir að ég næði að klára dæmið fyrir áramót, en 1. janúar hlýtur að sleppa, er það ekki?

Gleðilegt nýtt ár!

Loka