Ummæli viðskiptavina

Dagur og Máni – Ferming

Dagur Dan og Máni Freyr

Dagur Dan og Máni Freyr

Við höfðum samband við Gunnar Frey þegar strákarnir okkar fermdust.  Við höfðum heyrt að hann gæti komið á staðinn og myndað strákana við þeirra áhugamál, einnig gátum við  ráðið því hvar fermingarmyndatakan færi fram, sem mér finnst mikill kostur.

Gunnar Freyr mætti með græjurnar sínar og stillti þeim upp í garðinum heima til að taka fjölskyldumyndir,  einnig tók hann myndir á  körfubolta-og fótboltavellinum sem strákarnir okkar og við erum þvílíkt ánægð með.

Með þessu fylgdi falleg og vel unnin myndabók sem geymir yndislegar minningar frá þessum stóra degi.

Við vorum mjög sátt með þessa myndatöku og umfram allt þá skipti það mestu máli að strákarnir okkar eru alsælir með myndirnar sínar.

– Elín Anna

Arnar og Brynja – Brúðkaup

Arnar og Brynja

Arnar og Brynja

Gunnar Freyr var með okkur frá morgni til kvölds og náði öllum dýrmætustu augnablikum dagsins á mynd og gerði þau ógleymanleg með því að setja þau saman í glæsilega ljósmyndabók.

Nærvera hans er einstaklega þægileg og tekst honum að láta manni líða vel fyrir framan myndavélina.

Við mælum 100% með Gunnari Frey ljósmyndara sem tókst að gera daginn okkar einstakan.

– Brynja og Arnar

Ingibjörg Aldís – Kynningarmyndir

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir

Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir

Gunnar Freyr tók ljósmyndir af mér haustið 2014 vegna útgáfu míns fyrsta geisladisks. Hann tók alveg frábærar myndir, og það var hreinlega erfitt að velja þær myndir sem ég vildi  nota því þær voru svo margar góðar.

Það endaði meira að segja með því að ein myndin var notuð framan á geisladiskinn minn, og það kom alveg ótrúlega vel út, enda frábær mynd.

Gunnar er algjör fagmaður fram í fingurgóma, og mjög vandvirkur. Hann er ótrúlega þægilegur í öllum samskiptum og vinnur vel og hratt. Það var auðvelt að sitja fyrir hjá honum, hann er svo afslappaður og jákvæður.

Ég var alveg rosalega ánægð með útkomuna og mun alveg pottþétt nýta mér hans faglegu þjónustu aftur, takk fyrir mig!

– Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, óperusöngkona

Meniga – Starfsmannamyndir

Bragi.

Bragi, fr.kv.st. viðskiptaþróunar Meniga

Það er alltaf ánægjulegt og gaman að vinna með Gunna enda höfum við hjá Meniga ítrekað leitað til hans þegar kemur að myndatöku.

Samvinnan er afslöppuð og þægileg svo það er enginn feiminn eða vandræðalegur þegar hann birtist vopnaður risavöxnum linsum og kösturum 🙂

Fyrir vikið verða myndirnar skemmtilegar og eðlilegar og allir eru sáttir.

– Þórhildur Birgisdóttir, mannauðssérfræðingur4

Hilmar Smári – Ferming

Hilmar Smári

Hilmar Smári

Við erum afar ánægð með samskiptin við Gunnar og ekki síður með útkomuna úr myndatökunni.  Þjónustan var fagleg, lipur og góð en við fengum Gunnar með okkur upp á fjall sem hluta af myndatökunni án vandkvæða.  Við tókum pakka þar sem myndabók fylgdi og kom það gríðarlega vel út, við blönduðum saman fjölskyldu- og fermingarmyndum.

Við fjölskyldan mælum hiklaust með Gunnari og erum ánægð með útkomuna í alla staði.

– Henning Henningsson

Aron Freyr – Ferming

Aron Freyr

Aron Freyr

Í mínum huga hefði ekki getað tekist betur til með fermingarmyndatökuna.

Frábærar myndir frá honum Gunna og hann er afar snjall í að sjá möguleika í umhverfinu til að nýta og koma skemmtilega út á myndum.

– Marel Örn