Hver er Gunnar Freyr?

Gunnar Freyr SteinssonÉg heiti Gunnar Freyr Steinsson og er ljósmyndari búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Ég útskrifaðist frá Western Academy of Photography í Victoria, BC, Kanada sumarið 2010 og starfaði sem ljósmyndari í Victoria næstu þrjú árin þar á eftir, þar til við fjölskyldan fluttum aftur heim til Íslands. Í Victoria myndaði ég reglulega fyrir Black Press útgáfufyrirtækið og myndirnar birtustu í dagblöðum þeirra. Auk þess myndaði ég nokkrum sinnum fyrir Postmedia Network, sem gefur m.a. út Vancouver Sun, Ottawa Citizen og Calgary Herald.

Utan Kanada hafa myndirnar mína m.a. birst í The Telegraph og The Guardian í Bretlandi, Kiwanis International Magazine, The Reykjavík Grapevine, Séð og heyrt, Morgunblaðinu og Vikunni.

Hafið endilega samband til að grennslast fyrir um verð og frekari upplýsingar sem ekki finnast í verðskránni.

Hafið samband:

netfang: gunnarfreyr@gunnarfreyr.com
sími: 696-1270
eða notið innsláttarformið.

Meðal viðskiptavina eru:

Sýningar:

Út að austan (Hofsós – samsýning), 2009
Light Sensitive (Victoria, BC – samsýning), 2010