• 29/06/2016

Ég er glettilega oft spurður að því hvort ég fótósjoppi nú ekki örugglega myndirnar sem ég tek af fólki. Það er þá s.s. fólkið sem ég er að mynda sem spyr – vill líta sem best út á myndunum, hvort sem það er að minnka undirhöku, grennast, fjarlægja hrukkur, bólur og fleira þess háttar.

Stutta svarið er að jú, ég fótósjoppa myndirnar en ég reyni að gera það þannig að þú takir ekki eftir því.

Ég hika ekki við að fjarlægja bólur og sár en hrukkur, ör og fæðingarbletti læt ég vera. Stök, óhlýðin hár sem langar í ferðalag þarf ég stundum að þurrka út og oftast er það lítið mál, en ég vil ekki minnka undirhöku eða láta fólk líta út fyrir að vera grennra en það er. Mér finnst tilhugsunin eiginlega kjánaleg. Ég er með nokkuð skýr (en óskrifuð) viðmið um það hverju ég breyti og hverju ekki. Kannski er tvískinnungsháttur falinn í þessu, en ég get lifað með því 🙂

Stundum fjarlægi ég rusl eða annað sem er truflandi á myndum, skammast mín ekkert fyrir það. Stöku sinnum hef ég breytt litum eða búið til nýja hluti. Allt eftir því hvert verkefnið er. Ég gerði þetta aldrei þegar ég var að mynda fyrir blöðin úti, blaðaljósmyndum lýtur allt öðrum reglum en t.d. brúðkaups- eða auglýsingaljósmyndum.

En nóg af fjasi, mig langar að sýna ykkur nokkur dæmi um vinnsluna á myndunum mínum. Á sumum þeirra sést varla nokkur breyting á meðan aðrar eru augljóslega talsvert öðruvísi en frummyndin.

1.

 

2.

 

3.

 

4.

 

5.

 

6.

 

7.

 

8.

 

9.

 

10.

 

11.

 

12.

 

13.

 

14.

 

15.

 

16.

 

17.

Loka