Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, hafði samband við mig í sumar þar sem hann var með hugmynd að fjáröflun fyrir félagið. Hugmyndin hafði þróast hratt í meðförum hans og vinnufélaga hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur og niðurstaðan varð dagatal sem ég var fenginn til að taka myndir í. Margir vinnufélaga Guðjóns eru í mótorhjólaklúbbi [Read more]

Íslenska English Alena og Robert eru frá Slóvakíu. Í lok júní giftu þau sig hjá Sýslumanni og voru, að sögn, fyrstu Slóvakarnir til að gera slíkt. Ísland er í miklu uppáhaldi hjá þeim svo þau vildu fá af sér myndir í íslenskri náttúru. Þar kom ég til sögunnar. Þau höfðu samband við mig fyrir nokkrum [Read more]

Í haust ákvað ég að breyta aðeins brúðkaupspökkunum mínum. Breytingarnar voru misstórar, eins og gengur og gerist. Ein breytingin var sú að hætta að bjóða upp á bækur í litlu broti (20×25 cm) og bjóða þess í stað eingöngu upp á bækur sem eru 28×33 cm. Stærsta breytingin var hins vegar sú að nú fylgir trúlofunarmyndataka með pökkum II, [Read more]

Meniga er fyrirtæki sem hefur stækkað gríðarlega hratt að undanförnu.  Þegar ég var fyrst beðinn um að taka myndir af starfsfólki fyrirtækisins, fyrir tæpu ári síðan, var vel rúmt um alla. Núna er olnbogarýmið sama og ekkert. Ég hélt fyrst að verið væri að biðja um þessar “venjulegu” starfsmannamyndir (andlit og eitthvað niður fyrir axlir), svo [Read more]

Seint í júlí í fyrra (bara örfáum dögum eftir að við fluttum aftur til landsins frá Kanada) hafði frændi minn, Arnar, samband við mig og spurði hvort ég væri laus til að taka brúðkaupsmyndir af sér og Brynju í júní á þessu ári.  Og já, ég mætti ekki segja neinum frá þessu. Ég sagðist ekki [Read more]

Sunnudaginn 1. júní næstkomandi, kl 17:00, mun Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, halda frumflutnings- og útgáfutónleika í Hallgrímskirkju í tilefni útkomu geisladisks með glænýrri íslenskri orgeltónlist. Ég var svo lánsamur að fá að mynda Láru Bryndísi fyrir geisladiskinn og kynningarefni, einmitt í Hallgrímskirkju þar sem við tróðum okkur (mjög varlega) á milli orgelpípanna sjálfra.  Ég hef sjaldan verið [Read more]

23»