Algengar spurningar

Ertu með spurningu sem ekki er svarað hér? Hafðu þá endilega samband og ég svara við fyrsta tækifæri – og hver veit nema spurningin og svarið endi á þessari síðu.

Nei, ég kann satt að segja miklu betur við mig utan stúdíós. Þess í stað mæti ég með nauðsynlegan tækjabúnað á hvern þann stað sem við höfum komið okkur saman um að taka myndir á. Ég mynda hvort sem er innan dyra eða utan, allt eftir ykkar óskum og hvað hentar hverju sinni.

Ég útbý reikning, sendi hann í pósti og set svo kröfu í netbanka. Einfaldara getur það ekki verið.

Já, það er ekkert mál, hvort sem það er um leið og fyrsta bókin er pöntuð eða síðar (bækurnar henta t.d. mjög vel í jólagjafir).

Öllum brúðkaupspökkunum fylgir USB lykill með myndunum á. Hægt er að fá myndir úr öðrum myndapökkum á USB lykli eða geisladiski gegn vægu gjaldi.

Ekki þarf að greiða staðfestingargjald á öðrum pökkum en brúðkaupspökkum. Þar þurfa hjónaefni að greiða 20% af verði pakkans til að festa sér dagsetninguna.

Staðfestingargjaldið, sem greiðist eingöngu fyrir brúðkaupsmyndatökur, er hægt að fá endurgreitt ef myndatakan er afbókuð meira en 8 vikum fyrir bókaða dagsetningu. Helmingur gjaldsins er endurgreiddur ef afbókað er 4-8 vikum fyrir bókaða dagsetningu, en ef afbókað er með skemmri fyrirvara en það fæst gjaldið ekki endurgreitt.

Nei, því miður. Ég hætti að bjóða upp á útprentanir, aðrar en í bókarformi, í byrjun árs 2016, þar sem það borgaði sig einfaldlega ekki. Þið fáið stafræn eintök af myndunum í prentupplausn, þannig að þið getið látið prenta út að vild.

Ef mynd á að fara í ramma (á bak við gler) þá mæli ég eindregið með að hún sé prentuð með mattri áferð.

Já, að sjálfsögðu geri ég það. Við bætist þá ferðakostnaður, en þar fer ég eftir ríkistaxta hverju sinni að viðbættum virðisaukaskatti. 

Já, svo sannarlega. Brúðkaupsathöfnin inniheldur mörg augnablik sem gerast á augabragði og mörg hver á sama tíma. Þau verða ekki endurtekin ef eitthvað fer úrskeiðis. Ýmislegt getur komið upp á, allt frá bilun í myndavél eða flassi, upp í að einhver frændinn eða frænkan stígur í veg fyrir ljósmyndarann á mikilvægu augnabliki.

Auk þess finnst mér mikilvægt að ná sem flestum sjónarhornum, t.d. ofan af svölum, án þess að þurfa að hlaupa út um alla kirkju með tilheyrandi hættu á að missa af einhverju öðru. Þess vegna vil ég helst alltaf hafa með mér annan ljósmyndara sem ég treysti 100% fyrir verkefninu.

Jú og nei. Bendi á þessa grein á blogginu mínu: Fótósjopparðu mig ekki örugglega?