• 10/03/2016

ÍslenskaEnglish

Í september síðastliðnum herjuðu lægðir á landið í hálfgerðu akkorði. Þann 21. þess mánaðar var ég búinn að mæla mér mót við kínverskt par, Hui og Yuan, sem vildi fara í myndatöku á Suðurlandinu fyrir brúðkaupið sitt (sem yrði ekki fyrr en á jóladag). Hefðin í Kína er að taka brúðkaupsmyndirnar nokkru fyrir brúðkaupið sjálft og sýna þær svo á brúðkaupsdaginn.

Ég fylgdist grannt með veðurspám og sendi þeim útlistun á varaáætlun, sem fól í sér að fara vestur á Snæfellsnes. Það var búið að vera skítaveður (ekkert hægt að orða það öðruvísi) dagana á undan og því ljóst að lokaákvörðun yrði ekki tekin fyrr en að morgni tökudags.

Ótrúlegt en satt, þá stytti upp og við fengum eina góða daginn á líklega tíu daga tímabili, og gátum því farið á Suðurlandið eins og upphaflega stóð til.

Hjónaleysin vildu fá hárgreiðslu og förðun áður en lagt yrði af stað og helst að hafa þá manneskju með allan tímann. Ég hafði því samband við Hönnu Láru, sem er frábær í hvoru tveggja. Hún var laus og meira en til í smá ferðalag.

Dagurinn varð langur, líklega einir 13 klukkutímar, og allir þreyttir – en mjög sáttir – á leiðinni heim.

Hui and Yuan – Wedding photos in Iceland

Last September, the weather in Iceland was awful. On the 21st, I had a pre-wedding photo shoot with a Chinese couple, Hui and Yuan, who wanted to travel the South Coast.

I followed the weather forecast closely and was actually getting a bit nervous (we even had a Plan B, which was to go to Snæfellsnes in the western part of Iceland), but miraculously the weather changed for the better for one day – the day of our shoot.

Hui and Yuan wanted to have a hairstylist and makeup person during the whole trip, and I got a fantastic pro, Hanna Laura, to do the trip with us.

It was a long day, probably around 13 hours, and everyone was tired – but really happy – on the way home.

Loka