• 27/01/2015

Í haust ákvað ég að breyta aðeins brúðkaupspökkunum mínum. Breytingarnar voru misstórar, eins og gengur og gerist. Ein breytingin var sú að hætta að bjóða upp á bækur í litlu broti (20×25 cm) og bjóða þess í stað eingöngu upp á bækur sem eru 28×33 cm. Stærsta breytingin var hins vegar sú að nú fylgir trúlofunarmyndataka með pökkum II, III og IV. Henni er einnig hægt að bæta við pakka I.

En hvað er trúlofunarmyndataka?

Trúlofunarmyndataka

Trúlofunarmyndatakan fer fram nokkru fyrir brúðkaupið. Það getur verið hálfu ári eða hálfum mánuði fyrr, og allt þar á milli. Ef þið bókið hjá mér, þá byrja ég á því að senda ég ykkur spurningalista sem þið svarið og sendið mér til baka. Þannig fæ ég ofurlitla innsýn í hvað ykkur finnst gaman að gera, hvað ykkur finnst spennandi og skemmtilegt við hvort annað, hvað fær ykkur til að brosa og hlæja, og upp úr því fæðast svo hugmyndir fyrir myndatökuna.

Myndatakan getur verið þematengd eða hún getur verið einföld og rómantísk. Fyrst og fremst á hún að vera skemmtileg. Ég næ að kynnast ykkur og þið kynnist mér og hvernig ég vinn. Út úr myndatökunni fáið þið svo 20 myndir sem bætast við brúðkaupsbókina ykkar. Og það sem betra er, þið verðið mun afslappaðri í brúðkaupsmyndatökunni, þegar að henni kemur, enda orðin vön því að vera með ljósmyndara í kringum ykkur.

trulofunarmyndataka-gunnur-og-biggi-9818

Svona myndataka er einmitt kjörin fyrir þá sem hafa talið sér trú um að þeim líði ekki sem best fyrir framan myndavél. Og þá sem standa í þeirri meiningu að þeir myndist illa. Hvort tveggja er auðvitað tóm vitleysa – og mitt er að sannfæra fólk um hið gagnstæða. Fókusinn verður eingöngu á ykkur hjónaefnunum – þið fáið að vera ástfangið kærustupar á stefnumóti.

En það þarf ekki alltaf að tengja þessa myndatöku við trúlofun. Svona myndataka er ekki síður fyrir pör sem eiga í vændum brúðkaupsafmæli, og skiptir þá engu hvort það er pappírs-, tin-, silfur- eða gullbrúðkaup. Nú eða kærustupar sem er ekki alveg á leiðinni að gifta sig, en langar í skemmtilegar myndir af sér.

Kynnið ykkur pakkana, skoðið brúðkaupsmyndirnar og hafið svo samband!

 

Trúlofunarmyndataka

trulofunarmyndataka-gunnur-og-biggi-9882

Trúlofunarmyndataka

trulofunarmyndataka-gunnur-og-biggi-9863

Trúlofunarmyndataka

Loka