• 21/05/2014

Sunnudaginn 1. júní næstkomandi, kl 17:00, mun Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, halda frumflutnings- og útgáfutónleika í Hallgrímskirkju í tilefni útkomu geisladisks með glænýrri íslenskri orgeltónlist.

Ég var svo lánsamur að fá að mynda Láru Bryndísi fyrir geisladiskinn og kynningarefni, einmitt í Hallgrímskirkju þar sem við tróðum okkur (mjög varlega) á milli orgelpípanna sjálfra.  Ég hef sjaldan verið jafn stressaður í myndatöku – mér fannst ég svolítið eins og fíll í postulínsbúð þegar við vorum þarna uppi.  Það var mun auðveldara að mynda á öðrum stöðum í kirkjunni, eins og t.d. niðri á gólfinu þar sem ég hafði nóg pláss.

Lára Bryndís á milli orgelpípanna í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís á milli orgelpípanna í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís á milli orgelpípanna í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís á milli orgelpípanna í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Lára Bryndís í Hallgrímskirkju.
Loka